Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. mars 2024.
Byggðarannsóknasjóður hefur allt að 17,5 m.kr. til úthlutunar. Styrkir verða veittir til eins árs.
Í umsóknum skal koma fram greinargóð lýsing á rannsókn, markmiðum, ávinningi, nýnæmi og hvernig rannsóknin styður við tilgang sjóðsins. Gera þarf grein fyrir tengslum rannsóknar við byggðaþróun og eftir atvikum hvernig rannsókn fellur að áherslum byggðaáætlunar 2022-2036.
Eftirfarandi þættir hafa vægi við mat á umsóknum:
• Hvernig verkefnið styður við tilgang sjóðsins og tengist byggðaþróun.
• Vísindalegt og hagnýtt gildi verkefnis.
• Nýnæmi verkefnis.
• Gæði umsóknar (skýr markmið, vönduð rannsóknaráætlun og hnitmiðaður texti).
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir
lögaðilar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Björnsdóttir, hannadora@byggdastofnun.is / sími 455 5454
Frekari upplýsingar um Byggðarannsóknasjóð er að finna á vef Byggðastofnunar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550