Nú fer senn að líða að umsóknarfresti í Tónlistarsjóð en hann rennur út kl. 16:00 mánudaginn 2. nóvember. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þess. Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðsetningar á tónlist og tónlistarfólki. Styrkir úr Tónlistarsjóði eru veittir til ákveðinna verkefna og yfirleitt ekki lengur en til eins árs í senn. Ekki er veittur styrkur til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað.
Við hjá SSNV höfum tekið saman nokkra punkta til að aðstoða við umsóknargerð:
Ef skoðaðar eru fyrri úthlutanir úr sjóðnum má sjá að styrkir sem veittir eru í verkefni eru oftast á bilinu 100.000-800.000. Gott er að hafa það viðmið þegar verið er að óska eftir styrkupphæð. Hafa skal jafnframt í huga að bæði umsókn og umbeðin styrkupphæð séu raunsæ.
Ráðgjafar SSNV veita aðstoð við gerð styrkumsókna. Nánari upplýsingar um ráðgjafa má finna hér að neðan.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550