Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnaði formlega í gær. Húsnæði hótelsins og umhverfi þess er einstakt fyrir margar sakir. Hótelið stendur í miðjum gamla bænum og er húsið upprunalegt að hluta frá árinu 1900 og var þá bústaður sýslumanns Húnvetninga. Eigendur kappkostuðu því að halda í upprunalegt útlit hússins. Hótelið býður upp á alls 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann. Sýslumaðurinn er veitingastaður hótelsins en þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð daglega og kvöldverð á kvöldin. Þar má líka finna huggulegan bar með fallegu sjávarútsýni.
Gamli bærinn á Blönduósi er einstök perla þar sem samspil töfra náttúrunnar og sköpunarverki mannanna lætur lítið yfir sér við ósa Blöndu. Hvergi annarsstaðar á landinu, mögulega í heiminum, er saman komin sýnishorn af byggingarlist frá hverjum áratugi einnar aldar (1870-1970) á jafn litlu svæði.
Mikil vöntun hefur verið á gistirýmum á Norðurlandi vestra. Það er því fagnaðarefni að fá nýtt og endurbætt hótel á okkar svæði. Heimasíðu Hótel Blönduós og frekari upplýsingar má finna hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550