NPA - umsóknarfrestur til 30.nóvember

NPA  óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4:

3.  Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum,  hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa.

4.  Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri arfleið.

Nánari upplýsingar um áherslur á þriðja umsóknarfresti er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/fileadmin/Calls/Third_Call/Third_Call_Announcement.pdf

 

Hámarksstærð verkefna er 2 milljónir evra og er styrkur háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila en styrkur til fyrirtækis er háður a.m.k. 50% mótframlagi. 

Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem eflir atvinnulíf, búsetu og/eða eykur öryggi íbúa á norðurslóðum. 

Á heimasíðu NPA www.interreg-npa.eu er að finna umsóknargögn og leiðbeiningar  undir valtakanum ,,For Applicants“ ,, Third Calls“

Senda á umsóknina rafrænt eigi síðar en á miðnætti 30. nóvember n.k. á Kaupmannahafnartíma.

A How to Apply Seminar verður haldið í Kaupmannahöfn 20. október n.k.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengiliði NPA á Íslandi sem er Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun sími 455 5400 og netfangsigridur@byggdastofnun.is