Í vikunni hefur Norðanátt í samstarfi við Háskólann á Hólum og Háskólann á Akureyri staðið fyrir nýsköpunarkeppninni Norðansprotinn. Markmiðið með keppninni er að finna áhugaverðustu nýsköpnarhugmynd Norðurlands á sviði matar, orku og vatns.
Fjöldi hugmynda bárust í keppnina og hefur dómnefnd valið 6 teymi sem munu kynna hugmyndina sína á lokaviðburði Norðansprotans föstudaginn 20. maí kl 16:00-18:00 í Háskólanum á Akureyri. Dómnefndin mun velja eitt teymi sem mun standa uppi sem sigurvegari og hljóta titilinn Norðansprotinn 2022 og 500.000 kr. í verðlaunafé. Léttar veitingar verða í boði eftir verðlaunaafhendinguna. Öll eru velkomin að mæta á viðburðinn og fylgjast með teymunum kynna hugmyndina sína.
Teymin sem munu kynna hugmyndina sína eru:
Þessi viðburður er partur af Nýsköpunarvikunni www.innovationweek.is
Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu viðburðarins
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550