Nýverið voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar milli Norðanáttar og háskólanna á Norðurlandi, Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum. Markmið samstarfsins er að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikivægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu. Fyrsti samstarfsviðburðurinn var upphaf nýrrar nýsköpunarhringrásar, Norðansprotinn, sem fram fór vikuna 16. – 20. maí sl. þar sem leitað var að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndunum Norðurlands á sviði matar, vatns og orku.
,,Það er ákaflega ánægjulegt að sjá Norðanátt eflast enn frekar með aðkomu háskólanna. Með þeim aukum við slagkraft þessa magnaða samstarfsverkefnis enn frekar sem eflir stuðning við nýsköpun á Norðurlandi. Við hlökkum til samstarfsins”, segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Norðanátt samanstendur af viðburðum sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum. SSNV hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550