Umsóknir skulu taka mið af skipulagsáætlun NORA 2017-2020 og taka til eftirfarandi þátta:
Yfirlýst markmið í stefnumörkun áranna 2017-2020 er að stuðla að því að Norður-Atlantshafssvæðið og heimskautssvæðið verði aðlaðandi til búsetu. NORA leggur sérstaka áherslu á annars vegar fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á nýsköpun og hins vegar sjálfbæra þróun í samfélögum svæðisins.
Fræðast má nánar um skipulagsáætlun NORA 2017-2020 á heimasíðunni, www.nora.fo
Á heimasíðu NORA er að finna leiðbeiningar um umsóknarferilinn undir valtakkanum „Guide til projektstøtte“. Umsóknareyðublaðið er einnig að finna á heimasíðu NORA og senda á umsóknina rafrænt til NORA á netfangið noraprojekt@nora.fo .
Nánari upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengilið NORA á Íslandi sem er: Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, s. 455 5400 og netfang sigga@byggdastofnun.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550