Á morgun, laugardaginn 30.október kl. 15:00 - 18:00, verður opnun sýningar í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd og frumsýning heimildamyndar um rekavið.
„Rekaviður – lifandi gagnabanki“ er kennslufræðilegt rannsóknarverkefni sem hefur það að markmiði að vekja athygli á loftslagsbreytingum á Norðurslóðum með tilvísun til farleiða rekaviðar, mikilvægi skógræktar sem mótvægi loftslagsbreytinga en einnig sem þýðingarmikill hluti af sögu Íslands og menningu. Verkefnið „Rekaviður“ er líka hvatning til allra um að taka þátt í sköpun verka úr rekaviði og til að leggja sitt af mörkum í skógrækt sem mótvægi við loftslagsbreytingar.
Verkefnið samanstendur af ferðasýningu sem er kynning á mismunandi nýtingu rekaviðar, heimildarmynd um rekavið (45 mín.) og vefsíðu verkefnisins www.rekavidur.com þar sem er ítarlegri fróðleikur. „Rekaviður – ákall í verki“ var upphaflega hugmynd sem spratt upp í „Kollektiv Lichtung“ í Berlín en er unnin í samstarfi við Nes listamiðstöð á Skagaströnd og í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði.
Allir eru velkomnir á morgun í Nes listamiðstöð að Fjörubraut 8, Skagaströnd.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550