Ertu að markaðssetja og vilt fá leiðbeiningu og liðsinni? Ertu með fyrirtæki, félag eða sprota sem gæti notfært sér þetta tækifæri?
SSNV stendur fyrir námskeiði í markaðssetningu á Hvammstanga þann 9. maí. Námskeiðið stendur þátttakendum til boða endurgjaldslaust. Meðal annars verður fjallað um grunnþætti markaðsfræðinnar, birtingar, samfélagsmiðla, viðhorfskannanir, markhópa og möguleika við gerð vefsíðna. Í framhaldi námskeiðisins býðst þátttakendum möguleg ráðgjöf fyrir fyrirtæki sitt, vöru eða þjónustu að kostnaðarlausu.
Þau Magnús Bjarni Baldursson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, ráðgjafar SSNV, munu annast námskeiðið. Þau hafa bæði starfað við markaðssetningu og hefur Magnús meðal annars kennt markaðsfræði á háskólastigi.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá þátttöku sína með tölvupósti til magnus@ssnv.is, þar sem fram þarf að koma nafn þess sem óskar eftir að sitja námsskeiðið, fyrirtæki eða félag, ásamt heimilisfangi og síma. Öllum fyrirspurnum verður svarað með tölvupósti þar sem nánar verður greint frá staðsetningu og tímum.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550