Námskeið á vegum Leiða til byggðafestu

Það var glaðbeittur og sáttur hópur sem fór frá Laugarbakka í lok dags, uppfullur af fróðleik og til…
Það var glaðbeittur og sáttur hópur sem fór frá Laugarbakka í lok dags, uppfullur af fróðleik og tilbúinn til að takast á við þau verkefni sem lífið býður þeim.

Sunnudaginn 3. nóvember var námskeiðið Leiðtogafærni í eigin lífi með Jóni Halldórssyni hjá mennta- og þjálfunarfyrirtækinu KVAN haldið á Hótel Laugarbakka. Var námskeiðið hluti þeirrar fjölbreyttu fræðslu sem íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst haust og vetur 2024-2025 á vegum Leiða til byggðafestu. Að því verkefni standa SSNV auk Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).

Á námskeiðinu Leiðtogafærni í eigin lífi, sem um 40 manns sótti sér að kostnaðarlausu, var meðal annars lögð áhersla á leiðir til bæði persónulegrar og vinnutengdrar styrkingar, kenndar og æfðar aðferðir við markmiðasetningu og unnið með eigin styrkleika út frá niðurstöðum viðurkennds styrkleikaprófs.

Það var glaðbeittur og sáttur hópur sem fór frá Laugarbakka í lok dags, uppfullur af fróðleik og tilbúinn til að takast á við þau verkefni sem lífið býður þeim.

 

Myndir með frétt eru fengnar frá Hlédísi Sveinsdóttur.