Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Aðalumsækjandi getur verið háskóli, opinber rannsóknastofnun eða opinbert fyrirtæki. Hvatt er til samstarfsverkefna þar sem meðumsækjendur geta verið fyrirtæki, háskólar, rannsóknastofnanir eða einstaklingar.
 
Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2017, kl. 16:00.

Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar