Myrkrið sem auðlind í ferðaþjónustu - vinnustofur

SSNV er samstarfsaðili að alþjóðlegu brúarverkefni, GLOW (Sustainable Green Energy Technology Solutions for Tourism Growth), sem snýr að því að styðja við stofnanir og fyrirtæki við að þróa ferðaþjónustu utan háannar yfir dimma vetrarmánuði með því að nýta m.a. stafræna tækni og að þróa ferðaþjónustulausnir tengdar myrkrinu. Enn fremur mun verkefnið koma til með að nýta umhverfisvænar aðferðir til að þróa sjálfbærni í fyrirtækjum með áherslu á ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sér eða hafa áhuga á að nýta sér myrkrið sem auðlind í ferðaþjónustu.

 

Nú stendur yfir vinna við að móta og vinna aðalumsókn í Norðurslóðaáætlun fyrir verkefnið og er hluti af þeirri vinnu að kalla til hagaðila og sérfræðinga á rafrænar vinnustofur til að átta okkur betur á stöðunni á svæðinu og hvaða tækifæri eru til staðar.

 

Þema vinnustofanna, sem verða þrjár talsins, verða:

Verkefni tengd myrkrinu – mánudaginn 23. maí kl. 15:00

Á vinnustofunni verður m.a. reynt að kortleggja hverjir eru hagaðilar eða hugsanlegir þátttakendur, hvernig er staðan í dag á vöru- og þjónustuframboði tengt myrkri, helstu áskoranir og tækifæri.

Ferðaþjónusta utan háannar og öryggi – þriðjudaginn 24. maí kl. 16:00

Á vinnustofunni verður m.a. farið yfir stöðu á vöru- og þjónustuframboði utan háannar, helstu tækifæri sem eru til staðar og helstu áskoranir og hvort einhverjar þeirra geti tengst myrkri. Hvað þarf að hafa í huga varðandi öryggi? Hvers konar markaðssetning hæfir slíkri ferðaþjónustu?

Sjálbærni og auðlindir/stjórnun líffræðilegrar fjölbreytni – miðvikudaginn 25. maí kl. 9:00

Á vinnustofunni verða m.a. kortlagðar nýstárlegar lausnir, komið auga á árangursrík verkefni tengd líffræðilegri fjölbreytni, árangursríkt samstarf ferðaþjónustunnar og stjórnun líffræðilegrar fjölbreytni, farið yfir sjálfbær ferðaþjónustufyrirtæki.

 

Gert er ráð fyrir því að hver vinnustofa standi yfir í u.þ.b. klukkutíma.

Hér er hægt að skrá sig á vinnustofur. Hægt er að skrá sig á eina, tvær eða allar þrjár.

 

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Sveinbjörgu Pétursdóttur á netfangið sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 419-4551.