Myrkrið og möguleikarnir - viðburður á Blönduósi - 19. febrúar 2025!

SSNV býður upp á spennandi viðburð þar sem tækifærin sem felast í myrkrinu fyrir ferðaþjónustu verða könnuð. Viðburðurinn fer fram í Kvennaskólanum á Blönduósi, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 16:30! 

 

Myrkrið og möguleikarnir eru hluti af evrópuverkefninu GLOW 2.0 og er ætlað þeim sem vilja taka næstu skref í að nýta myrkurgæði á sjálfbæran og skapandi hátt. 

 

Hvað bíður þín?

- Fræðsla fyrir þá sem vilja þróa ferðaþjónustu tengda myrkrinu 

GESTAERINDI: Olli Reijonen frá Syrjävaara Good Night (Finnland), sem síðustu ár hefur verið að byggja upp myrkurferðaþjónustu í Karelíuhéraði í Austur-Finnlandi

- Umræður um mikilvægi myrkurgæða og hvernig þau geta skapað einstaka upplifun

- Tækifæri til að tengjast öðrum í greininni og fá innblástur

 

Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af! Skráning fer fram hér: https://forms.gle/iEZGDAJt7YQZu36v7

 

Vertu með og sjáðu hvernig myrkrið getur orðið dýrmæt auðlind í ferðaþjónustu!