Mótun framtíðarsýnar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG hafa gengið frá samningi um vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir landshlutann. Gildandi samningur við ríkið um Sóknaráætlun rennur út í lok árs 2019 og því brýnt að endurskoðun sóknaráætlunar landshutans verði unnin í tenglsum við nýja gerð nýrra samninga og stefnan mörkuð fyrir það samningstímabil sem í hönd fer. Samhliða þeirri vinnu mun KPMG vinna sviðsmyndagreiningu um þá þætti sem tengjast atvinnuuppbyggingu í sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra í framtíðinni. Ekki síst verður horft til þróunar í stórum atvinnugreinum svæðisins eins og landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Skýrar sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs 

 

Gert er ráð fyrir að í tengslum við vinnuna verði haldnir samráðsfundir sem verða opnir öllum áhugasömum en ferlið og tímasetningar samráðsfunda verða kynnt nánar síðar.

 

Á myndinni sjást Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG undirrita samning um vinnuna en Sævar mun leiða verkefnið fyrir hönd KPMG.