Lausnarmótið Hacking Norðurland fer fram dagana 15.- 18. apríl næstkomandi þar sem unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku.
Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum.
Lausnamótið fer að stærstum hluta til fram í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafræn leið til samsköpunar, þróuð er af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka er ekki háð staðsetningu og er öllum velkomið að taka þátt.
Fyrstu verðlaun - 500.000 kr. Ásamt fjöldi aukaverðlauna - þ.á.m. frá 1238 : The Battle Of Iceland, Grána, Hótel Laugarbakki, Hótel Hvammstangi, Spákonuhof, Grásteinn guesthouse, North Sailing, Veitingastofan Sólvík, Sel-Hótel Mývatn, Harbour Restaurant, Selasetur Íslands.
Kynnt hefur verið alla þá mentora sem verða til taks á lausnarmótinu en um er að ræða kröftugt og reynslumikið fólk út atvinnulífinu:
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550