Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands. Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar, lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt.
Í tilefni þess að árið 2017 eru 100 ár liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði mun sjóðurinn sérstaklega líta til umsókna sem tengjast finnskum menningarverkefnum á Íslandi sem tengjast 100 ára afmæli Finnlands, og í tilefni þess að árið 2018 eru 100 ár liðin frá því Ísland hlaut fullveldi mun sjóðurinn einnig líta sérstaklega til umsókna sem tengjast íslenskum menningarverkefnum í Finnlandi sem tengjast 100 ára afmæli fullveldisins.
Frekari upplýsingar um Menningarsjóð Íslands og Finnlands má finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550