Félagið Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun, með stuðningi fleiri aðila, efna til ráðstefnu um áskoranir og tækifæri í matvælaframleiðslu, í nútíð og framtíð undir yfirskriftinni Maturinn, jörðin og við dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi í Hofi á Akureyri.
Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um innlenda matvælaframleiðslu frá mörgum sjónarhornum. Efni ráðstefnunnar ætti því að höfða til margra, sér í lagi þeirra sem tengjast matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti og þeirra sem móta stefnu á því sviði. Einnig til þeirra sem horfa til umhverfis- og loftslagsmála, almennrar samfélagsþróunar og byggða- og atvinnuþróunar um land allt. Þess er vænst að með ráðstefnunni skapist góð yfirsýn með upplýsingum og umræðu um þetta mikilvæga samspil sem getur skipt sköpum til framtíðar.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550