Þann 7. júní næstkomandi verða haldnir opnir kynningafundir á Hvammstanga og á Blönduósi þar sem doktor Vífill Karlsson kynnir niðurstöður rannsóknar þar sem borið var saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í A-Hún, V- Hún og Dölunum.
Fundirnir verða haldnir 7. júní:
Kl. 17:00-18:00 í félagsheimilinu á Hvammstanga
Kl. 20:00-21:00 Í félagsheimilinu á Blönduósi
Tilefni rannsóknarinnar var endurtekin og óvenjugóð útkoma hjá V-Hún í umfangsmikilli íbúakönnun, en í sambærilegum samfélögum s. br. í A-Hún og Dölunum var útkoman talsvert síðri. Með rannsókninni var m.a. verið að skoða hvort eitthvað mætti læra af V-Hún til að styrkja fámenn sveitarfélög á landinu. Niðurstöðurnar gefa m.a. til kynna að beinn árangur næst með því að vinna með hugarfar í byggðaþróun.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550