Umfang safnageirans á Íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum og kannanir meðal erlendra ferðamanna hafa leitt í ljós mikinn áhuga á íslenskri menningu og sögu.
Söfn eru talin mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu en þörf er á að efla hlutverk og stöðu safnanna innan ferðaþjónustunnar.
Safnaráð, Íslandsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að málþingi um söfn og ferðaþjónustu þar sem rætt verður um hlutverk og stöðu safna og tengdrar starfsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Málþingið er styrkt af Þjóðminjasafni Íslands og er haldið föstudaginn 18. nóvember frá klukkan 13:00-16:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Málþingið verður einnig sent út á vefnum. Slóðin á útsendinguna er hérna https://global.gotomeeting.com/join/434768589
Access Code: 434-768-589
Sjá nánar hér.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550