MAKEathon

MAKEathon fer fram á Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Reykjavík og á Vestfjörðum dagana 10. - 18. september. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til í höndunum.  

Þátttakendur með mismunandi bakgrunn munu koma saman og vinna með hráefni sem fellur til í sjávarútvegi með það að markmiði að finna nýstárlegar lausnir til að gera iðnaðinn sjálfbærari. MAKEathon er opið öllum óháð búsetu, ekki er þörf á neinni sérþekkingu á sviði fiskvinnslu. Þátttaka hentar vel með skóla og vinnu.   

MAKEathonið fer að mestu fram í gegnum netið en þátttakendur hafa tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í FabLab. Það er þó valkvætt og þátttakendum er velkomið að vinna verkefnið að heiman. Liðin munu fá kassa sem inniheldur verkfæri og hráefni sem þarf til að hanna frumgerð. 

Dagskrá og skráning MAKEathon er að finna á: https://www.matis.is/matis/frettir/makeathon-a-islandi  

Fyrir skráningu á Sauðárkróki merkja þátttakendur við Akureyri og taka fram í athugasemdum að óskað sé eftir því að sækja hráefnin á Sauðárkróki og nýta sér aðstöðu Fablab.