List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Starfandi listafólk, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024. Valnefnd fer yfir umsóknir. List fyrir alla hefur samtal við þau verkefni sem valnefnd velur. Í framhaldi af því verður útbúinn samningur um greiðsluþætti sem List fyrir alla sér um, svo sem ferðakostnað, laun og uppihald.
List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar - og viðskiptaráðuneytis. Eitt af hlutverkum List fyrir alla er að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á annars vegar menningu fyrir börn og hins vegar menningu með börnum. Það er kostur ef verkefni eru ferðavæn og geti hentað frekar stórum hópi í einu.
Miðað er við eftirfarandi flokkun á listum:
Áhugasömum er bent á að umsóknir eru rafrænar og má finna formið á heimasíðu List fyrir alla
Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550