Lífeindafræðingur á Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir að ráða lífeindarfræðing á rannsóknardeild stofnunarinnar frá miðjum maí 2025 eða skv. samkomulagi. Starfshlutfall er sveigjanlegt eftir samkomulagi, allt að 100% starf. Starfið er unnið í dagvinnu með bakvöktum.

Á rannsóknardeild HSN, Sauðárkróki eru gerðar allar helstu rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði. Rannsóknarstofan sinnir þjónustu við sjúkrahúsið og heilsugæsluna

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Blóðmeina-, og meinefna-, þvagrannsóknir og sýklaræktanir

  • Samskipti við skjólstæðinga s.s. við blóðtöku

  • Skráning í FlexLab og upplýsingakerfi HSN

  • Virk þátttaka í gæðastarfi og kennslu

  • Vinna í teymi með öðrum lífeindafræðingum stofnunarinna, læknum og öðru fagfólki

  • Önnur verkefni falin af yfirhjúkrunarfræðingi

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem lífeindafræðingur

  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki

  • Góð tölvufærni

  • Vammleysi s.s. gott orðspor og að athafnir í vinnu og einkalífi samræmist þeim siðferðislegu kröfum sem gerðar eru til starfsins

 

Umsóknarfrestur er til og með 06.03.2025

Lesið nánar um starfið hér