Leiðir til byggðafestu, námskeið í dag, 11. apríl

Í dag kl. 17 verður námskeiðið Markaðssetning á netinu.

Ragnar Már, lektor við Háskólann á Bifröst, sér um námskeiðið þar sem lögð verður áhersla á markaðssetningu vöru og þjónustu með sérstöku tilliti til markaðssetningar á stafrænum miðlum.

Farið verður yfir grunnþætti markaðsfærslu, markhópanálgun, markaðssamskipti og framkvæmd auglýsingaherferða á samfélagsmiðlum. 

Námsmarkmið:
Eftir námskeiðið eiga nemendur að:
• Þekkja mikilvægi faglegrar markaðsstjórnunar
• Geta undirbúið markaðssókn gagnvart markhópum
• Gera sér grein fyrir kostum mismunandi boðleiða
• Geta birt auglýsingar á samfélagsmiðlum
 
Námskeiðið sem er gjaldfrjálst fer fram á Teams, en skráningar er þörf:
Sendið póst með nafni þátttakenda, símanúmeri og nafni ykkar sveitarfélags á endurmenntun@bifrost.is til að skrá ykkur.