Landbúnaðarklasinn

Árið 2014 var stofnaður Landbúnaðarklasi til að tengja fólk í landbúnaði, fyrirtæki og stofnanir. Eftir miklar pælingar, tilraunir og umræður var aflað fjár til að sinna vel þeim þætti greinarinnar sem snýr að matvælaframleiðslu frá öllum hliðum. Það er m.a. gert með því að greiða fyrir nokkur sæti handa frumkvöðlum í Matvælalandinu í húsi Sjávarklasans. 

 

Nú leitum við um allt land að frumkvöðlum, hugmyndaríkum og uppátækjasömum aðilum sem gætu nýtt sér tækifæri til að fá áheyrn og í kjölfarið sæti í húsi Sjávarklasans ef slíkt hentar, en þar er að finna frumkvöðla og lengra komna í einum af kjarna íslensks hugvits og framkvæmdargleði. 

  • Við höfum formlega 4 sæti í Matvælalandinu. Um er að ræða skrifstofuaðstöðu með mörgum kostum.
  • Allt að 10 - 15 aðilar gætu skipt þeim með sér eftir þörfum og eftirspurn.
  • Búið er að greiða fastan kostnað til hússins en frumkvöðlar greiða sjálfir 15.000 kr/mánuði plús vsk fyrir notkun á sínum sætum.
  • Í því felst pláss fyrir sjálfan sig og tölvuna, kaffi úr vélunum góðu, ríkulega búin fundaraðstaða og þátttaka í viðburðum og kynningum á vegum Sjávarklasa eftir því sem við á. 
  • Að lokum - dýrmæt tengsl við fólkið í húsinu, sem er afar mikils virði fyrir frumkvöðla.

Umsóknarferlið er sem og hér segir:

  1. Landbúnaðarklasinn tekur á móti umsóknum - nóg að senda tölvupóst með upplýsingum á bhnupi@gmail.com
  2. Framkvæmdarstjórn Sjávarklasa tekur viðtöl og ákveður þátttöku.
  3. Umsækjendur fá svar um hvort þeirra bíði laust pláss í húsinu. 

Allir sem hafa áhuga á þátttöku í Landbúnaðarklasanum og vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggilegs samstarfs við aðila Sjávarklasans eru nú hvattir til að hugsa málið og skoða sína möguleika.