Árið 2014 var stofnaður Landbúnaðarklasi til að tengja fólk í landbúnaði, fyrirtæki og stofnanir. Eftir miklar pælingar, tilraunir og umræður var aflað fjár til að sinna vel þeim þætti greinarinnar sem snýr að matvælaframleiðslu frá öllum hliðum. Það er m.a. gert með því að greiða fyrir nokkur sæti handa frumkvöðlum í Matvælalandinu í húsi Sjávarklasans.
Nú leitum við um allt land að frumkvöðlum, hugmyndaríkum og uppátækjasömum aðilum sem gætu nýtt sér tækifæri til að fá áheyrn og í kjölfarið sæti í húsi Sjávarklasans ef slíkt hentar, en þar er að finna frumkvöðla og lengra komna í einum af kjarna íslensks hugvits og framkvæmdargleði.
Umsóknarferlið er sem og hér segir:
Allir sem hafa áhuga á þátttöku í Landbúnaðarklasanum og vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggilegs samstarfs við aðila Sjávarklasans eru nú hvattir til að hugsa málið og skoða sína möguleika.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550