Kynningarfundur um tækifæri og styrki í Erasmus+ og Creative Europe á Sauðárkróki

Hvar: Fyrirlestrarsalnum Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Sauðárkróki. Hvenær: 12. janúar 2016, kl. 12:00-13:00.

Dagskrá

  • Erasmus+ menntun  og tveir meginflokkar umsókna 
    Nám og þjálfun - umsóknarfrestur 2. febrúar 2016
    Samstarfsverkefni - umsóknarfrestur 31. mars 2016
    Margrét Sverrisdóttir og Margrét Jóhannsdóttir sérfræðingar hjá Rannís.
     
  • Menningaráætlun ESB - Creative Europe
    Ragnhildur Zoëga sérfræðingur hjá Rannís

Ráðgjöf verður í boði fyrir áhugasama að loknum kynningum.

Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB veitir skólum, stofnunum, félagasamtökum, sveitarfélögum og fyrirtækjum einstakt tækifæri til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi. Erasmus+ styrkir verkefni á öllum stigum menntunar og verkefni á sviði æskulýðsstarfs og íþrótta.

Creative Europe menningaráætlun ESB styrkir menningarstofnanir hvers konar, bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn, leikhús, myndlist o.fl. Áætlunin styður við allar tegundir listgreina.

 

Skráning hér.