Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur, Hagnýt rannsóknarverkefni og Markaður.
Umsóknarfrestur er 17. febrúar 2025 kl. 15:00.
Stefnan er sett á að halda rafrænan kynningarfund um styrkumsóknir í sjóðinn ef næg þátttaka fæst. Við viljum biðja áhugasama um að melda komu sína og senda tölvupóst á gudlaugur@ssnv.is
Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Umsóknarferlið í Sprota er þrepaskipt.
Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar og er Sprettur öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
Hagnýt rannsóknarverkefni er fyrir háskóla, opinberar rannsóknarstofnanir eða opinber fyrirtæki og hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu. Eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu
Markaður er markaðsstyrkur til fyrirtækja sem skiptist í tvo ólíka flokka: markaðsþróun og markaðssókn. Þessum flokkum er ætlað að styðja við fyrirtæki á mismunandi stigum í undirbúningi afurðar á markað. Markaður er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verja að lágmarki 10% af veltu sinni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550