Kynningarfundur um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga og mikilvægi þeirra

Við bjóðum stjórnendur sveitarfélaga, sveitastjórnarfulltrúa, áhugasamt starfsfólk sveitarfélaganna og leiðtoga hjá fyrirtækjum á Norðurlandi vestra velkomin á kynningarfund um gerð loftlagsstefnu fyrir sveitarfélögin og mikilvægi þeirra.

Við höfum fengið til liðs við okkur ráðgjafa úr sjálfbærniteymi KPMG og ætlum við að bjóða sveitarfélögunum í landshlutanum að taka þátt í vinnustofum þar sem þau fá aðstoð við gerð loftslagsstefnu.

Kröfum um  umhverfis- og loftsslagmál á sveitarfélögin eru sífellt að aukast og eitt af áhersluverkefnum SSNV snýr að því að styðja við sveitarfélögin í landshlutanum í að mæta þeim kröfum sem á þau eru gerð. Liður í því verkefni er að styðja við sveitarfélögin við gerð loftsslagsstefnu sem uppfyllir lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Samkvæmt 5 gr. ber sveitarfélögum að setja sér loftsslagsstefnu sem inniheldur skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

Upphafsfundur þar sem verkefnið verður kynnt verður haldinn mánudaginn 11. mars kl. 15. Við hvetjum þau sem eru áhugasöm um verkefnið að skrá sig á fundinn hér og fá kynningu á verkefninu sem er að fara í gang.

Hægt er að hafa samband við Ólöfu á olof@ssnv.is fyrir frekari upplýsingar.

 

Skráning: https://forms.office.com/e/mAL3FrvhtZ