Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka kl. 10:30 – 12:00 og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30.
Starfsmenn Ferðamálastofu munu m.a. fara yfir;
- Breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar.
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf í sjóðinn og hver ekki.
- Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað sjóðsins.
- Hvernig er sótt um sjóðinn?
Einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk er sérstaklega hvatt til þess að mæta.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum og er umsóknarfresturinn 25. október nk. Sjá nánar HÉR
Mánudaginn 13. nóvember nk. (kl. 13-16) verður blásið til Ferðamáladags á Norðurlandi vestra með fróðlegum erindum úr heimi ferðaþjónustunnar og fjörugum umræðum. Staðsetning og dagskrá verða tilkynnt á næstu dögum.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550