Kynningarfundur Target Circular - áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanatakar

Kynningarfundur á Evrópuverkefninu Target Circular fer fram þann 23. október kl. 10:30 í Gránu á Sauðárkróki.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óska eftir frumkvöðlum, fyrirtækjum og ráðgjöfum til að taka þátt í nýju, alþjóðlegu verkefni, sem miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að innleiða áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðvelda ákvarðanatöku.
 
Verkefnið, Target Circular, er samstarf milli aðila á Írlandi, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð og byggir á nýlegum rannsóknum á því hvernig fyrirtæki geta nýtt sér vísindalega nálgun í ákvarðanatöku.
 
SSNV hefur á undanförnum vikum unnið með frumkvöðlum á svæðinu við að prófa þessa nýju aðferð og hafa undirtektir verið góðar.
Verkefnið kallar nú eftir ráðgjöfum um land allt til að taka þátt í kynningarviðburði sem haldinn verður 23. október nk. á Sauðárkróki.
 
 
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur verkefnastjóra hjá SSNV á netfanginu sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 419-4551.