Kynningarfundur - Hringiða+

Hringiða er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir sem haldinn er árlega. Áherslur hraðalsins milli ára eru mismunandi, annars vegar er hraðallinn fyrir verkefni á hugmyndastigi og hins vegar fyrir lengra komin verkefni.

 

Hringiða hefur það markmið að efla og styðja við græn nýsköpunarverkefni. 

Hringiða+ er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir. Hlutverk Hringiðu+ er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi.

Markmið hraðalsins er jafnframt að þátttakendur verði í lokin í stakk búin að sækja um græna styrki bæði hérlendis og erlendis.

Umsóknarfrestur í Hringiðu er til og með 9. febrúar 2025.

 

Kynningarfundur Hringiðu fer fram í Grósku hugmyndahúsi þann 22. janúar nk. kl. 12:00-13:00!

Ísey Dísa, verkefnastjóri Hringiðu+ kynnir hraðalinn ásamt því að Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda SnerpaPower, sem tók þátt í Hringiðu 2022, segir frá þeirra reynslu af hraðlinum. Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð. Hér er hlekkur á kynningarfundinn á Facebook. 

Kynnið ykkur hraðalinn betur hér