Á dögunum kom út skýrslan Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi. Skýrslan var unnin að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem efndi til samstarfs allra atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka á landinu. Að skýrslunni komu því Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf., Austurbrú, Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi vann skýrsluna.
Vífill Karlsson kynnti efni skýrslunnar í málstofu við Háskólann á Akureyri. Upptaka af kynningu Vífils er að finna hér: https://www.unak.is/is/samfelagid/upptokur-og-utsendingar
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550