Kúrsinn stilltur - niðurstöður stöðugreiningar liggja fyrir

Frá vinnustofu í nóvember 2022 í Húnaveri
Frá vinnustofu í nóvember 2022 í Húnaveri

Nú um ármótin lauk fyrsta hluta í stefnumótunarvinnu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurland vestra, sem hófst á haustdögum. Þessi fyrsti hluti fólst í stöðugreiningu ferðaþjónustunni á svæðinu og hefur Hjörtur Smárason/Saltworks skilað áfangaskýrslu, sem inniheldur niðurstöður þeirrar vinnu. Hér er aðallega tæpt á þeim hlutum sem í boði eru, hversu mikilli umferð svæðið getur annað, hvað fólki finnist helst vanta og út frá þessu hvar tækifærin gætu legið. Í öðrum fasa, sem nú er í gangi, er svo unnið úr niðurstöðum rýniviðtala og vinnustofu, sem fram fór í nóvember s.l. Niðurstaðan úr þessu kemur til með að móta s.k. „Brandfilter“, sem mun verða ákveðið leiðarstef inn framtíðarvinnu þegar kemur að ímynd og orðspori svæðisins. Lokahluti verkefnisins þar sem heildar stefnumótunin kemur saman í lokaskýrslu, sem kynnt verður með hækkandi sólu og út frá henni stigin frekari skref í vöruþróun og nýsköpun. Ákveðin hluti þessarar vinnu mun svo einnig nýtast í þeirri vegferð að kynna landshlutan almennt.

Stöðugreininguna má finna HÉR

 

Áhugasamir vinsamlega sendið vangaveltur á david@ssnv.is til frekari skoðunar.