Kosning hafin um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Íbúar í Húnabyggð og Skagabyggð geta nú byrjað að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Kosningarétt hafa íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok atkvæðagreiðslunnar þann 22. júní 2024 og eru með skráð lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaganna þann 16. maí 2024. Erlendir ríkisborgarar sem uppfylla sömu skilyrði og íslenskir og sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir upphaf kosningar, eiga einnig kosningarétt.

Kosningarnar fara fram í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og kjósendur greiða atkvæði í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili.

Kjörstaðir

Í Skagabyggð verður kosið í Skagabúð. Opnunartími kjörstaðar er:

  • 8. júní 2024 kl. 12:00 - 14:00
  • 15. júní 2024 kl. 12:00 - 14:00
  • 22. júní 2024 kl. 12:00 - 18:00

Í Húnabyggð verður kosið á bæjarskrifstofum Húnabyggðar að Hnjúkabyggð 33, og í Íþróttamiðstöðinni að Melabraut 2 á Blönduósi:

Opnunartími á bæjarskrifstofu:

  • 9:00 - 15:00 virka daga

Opnunartími í íþróttamiðstöð:

  • 8. júní 2024 kl. 12:00 - 16:00
  • 22. júní 2024 kl. 10:00 - 18:00

Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjörstað á kjörtímabilinu er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póstkosningu. Slík beiðni skal berast í tölvupósti eða í síma og skal taka fram hvort kjörgögn eigi að berast til viðkomandi aðila í almennum bréfpósti eða í tölvupósti. Sé kosið í póstkosningu ber íbúi ábyrgð á að koma kjörseðli á kjörstað fyrir lokun kjörstaða, 22. júní 2024