Íþróttasjóður - opið fyrir umsóknir

Markmið íþróttasjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að inngildingu í íþróttum. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

 

Hvað er styrkt?

Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta;

  1. Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
  2. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verðurlögð á verkefni sem stuðla að inngildingu í íþróttum
  3. Fjölbreytt verkefni sem hvetja ungt fólk sérstaklega til að taka þátt og hreyfa sig reglulega
  4. Íþróttarannsókna
  5. Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

Sjá nánar á heimasíðu Rannís.