SSNV er samstarfsaðili að alþjóðlegu brúarverkefni, GLOW (Sustainable Green Energy Technology Solutions for Tourism Growth), sem snýr að því að styðja við stofnanir og fyrirtæki við að þróa ferðaþjónustu utan háannar yfir dimma vetrarmánuði með því að nýta m.a. stafræna tækni og að þróa ferðaþjónustulausnir tengdar myrkrinu. Enn fremur mun verkefnið koma til með að nýta umhverfisvænar aðferðir til að þróa sjálfbærni í fyrirtækjum með áherslu á ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sér eða hafa áhuga á að nýta sér myrkrið sem auðlind í ferðaþjónustu.
Nú stendur yfir vinna við að móta og vinna aðalumsókn í Norðurslóðaáætlun fyrir verkefnið sem mun að öllum líkindum taka 2-3 ár í framkvæmd.
Hluti af verkefninu er að kanna vöruframboð þjónustuaðila sem nýta myrkur sem aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Könnunin beinist sérstaklega að vöruframboði ferðaþjónustuaðila þar sem lögð er áhersla á myrkur á áfangastöðum með lítið magn af lýsingu utandyra. Könnunin er framkvæmd á völdum ferðamannastöðum í Finnlandi, Íslandi, Írlandi og Norður-Írlandi.
Sem sérfræðingur á þínum áfangastað biðjum við þig vinsamlegast að aðstoða okkur við að finna út viðeigandi upplýsingar á þínu svæði. Niðurstöður könnunarinnar og áhugaverð dæmi verða notuð til að kanna möguleika á frekari þróun myrkurs í ferðaþjónustu í Norður-Evrópu.
Það tekur þig um það bil 5-10 mínútur að svara spurningalistanum. Með fyrirfram þökk!
Hérna er hlekkur á könnunina.
Fyrir nánari upplýsingar um verkefnið hafið samband við Sveinbjörgu, atvinnuráðgjafa SSNV, á netfanginu sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 419-4551.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550