Út er komin skýrsla sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskólann á Hólum, fyrir Markaðsstofu Norðurlands um markaðssetningu áfangastaðarins Norðurland, en gerð skýrslunnar var m.a. styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem eitt af átaksverkefnum 2018-2019.
Skýrslan skiptist í þrjá megin hluta; Markaðssetning ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi, Ferðavenjur og viðhorf erlendra ferðamanna á Norðurlandi og Ummæli ferðamanna á Instagram, TripAdvisor og Facebook
Með skýrslunni er áætlað að geta betur stigið næstu skref í markaðssetningu landshlutans i takt við áherslur áfangastaðaáætlunar og flokkun mögulegra gesta úr markaðsgreiningu Íslandsstofu.
Stutt samantekt með niðurstöðum úr skýrslunni má finna hér
Skýrsluna má svo lesa í heild með því að smella hér.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550