Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku fyrir tímabilið 2019-2028. Umsagnarferlið, sem stendur til 24. júní, er tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á uppbyggingu raforkukerfisins, að koma að gerð áætlunarinnar og eru allir hvattir til að kynna sér innihald og koma umsögnum á framfæri.
Hér er hægt að kynna sér tillöguna að kerfisáætluninni.
Á fyrri hluta umsagnartímans verða haldnir opnir kynningarfundir um efni áætlunarinnar í Reykjavík, á Akureyri, í Neskaupstað, í Grundarfirði, á Hellu, í Vestmannaeyjum, á Ísafirði og á Sauðárkróki þar sem farið verður yfir innihald áætlunarinnar. Upplýsingar um fundartíma má sjá hér á www.landsnet.is og á samfélagsmiðlum Landsnets.
Á Norðurlandi vestra verður fundurinn haldinn í Miðgarði, Varmahlíð, fimmtudaginn 6. júní frá kl. 12:00-14:00.
Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og um umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2019-2028.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 24. júní 2019. Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landsnets.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550