Á næstunni verður opnað skrifstofusetur á Hvammstanga í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6. Þar verður boðið upp á skrifstofuaðstöðu fyrir þá sem vinna störf án staðsetningar og aðra þá sem þurfa á vinnuaðstöðu að halda. Skrifstofur SSNV munu flytjast í húsnæðið. Er um að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra sem unnið er með stuðningi frá Landsbankanum en afgreiðsla bankans verður áfram rekin með óbreyttu sniði í húsnæðinu. Verið er að gera smávægilegar breytingar á rýminu áður en hægt er að opna aðstöðuna en hún verður öll eins og best verður á kosið, rúmgóð og björt.
Okkur vantar nafn á húsnæðið sem er lýsandi fyrir starfsemina og ekki er verra að það tengist með einhverjum hætti héraðinu.
Sendið okkur hugmyndir með því að setja inn athugasemd við færslu á facebok eða á netfangið ssnv@ssnv.is í síðasta lagi 15. mars n.k. Sá sem sendir inn vinningstillöguna fær gjafabréf upp á 3ja rétta máltíð fyrir 2 á Sjávarborg (ef fleiri en einn senda inn sömu tillögu verður dregið um vinningshafann). Starfsmenn SSNV munu leggja mat á innsendar hugmyndir og leggja tillögu að nafni á skrifstofusetrið fyrir stjórn samtakanna.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550