Yfir köldustu vetrarmánuðina er líklegt að mörg okkar hækki á ofnunum til að hafa hlýtt og notalegt innivið, bæði á heimilum og vinnustöðum.
Landið okkar býður víðast hvar upp á jarðhita til húshitunar en þetta er dýrmæt auðlind sem okkur ber að ganga skynsamlega um. Húshitun er mikilvægur hluti reksturs og viðhalds húseigna og því nauðsynlegt að skoða hvernig henni er háttað og laga að veðráttu hverju sinni.
Hér eru nokkur góð ráð til að nýta heita vatnið sem best.
Passið að hafa húsgögn ekki of nálægt ofni þannig að hitinn nái að flæða vel um rýmið.
Ef gluggi er opinn beint ofan við ofn streymir hitinn beint út í stað þess að hita rýmið. Það er nauðsynlegt að lofta vel út en þannig nýtist heita vatnið ekki nógu vel. Munum að loka gluggum á vinnustað í lok vinnudags – en munum líka að opna þá reglulega til að bæta loftgæði rýmis.
Ef þið heyrið bank í ofnum þarf að tappa af þeim lofti því þeir hita ekki sem skyldi ef þeir eru fullir af lofti.
Ef lítil umgengni er um ákveðin rými er um að gera halda hitun þar í lágmarki. það er mikil sóun að kynda mikið þar sem lítið/ekki er gengið um.
Við hjá SSNV mælum með að allir fylgist með heitavatnsnotkun sinni og yfirfari ofna fyrir veturinn. Þannig getum við sparað bæði peninga og heita vatnið okkar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550