Húsafriðunarsjóður úthlutar í verkefni á Norðurlandi vestra

Alls bárust 285 umsóknir í Húsafriðunarsjóð. Sótt var um ríflega 1,2 milljarð króna en veittir voru styrkir að upphæð 300 milljónir sem úthlutað í 242 verkefni.

Silfrastaðakirkja hlaut næsthæsta styrkinn í flokki friðlýstra kirkja eða 4,5 milljónir, Holtastaðakirkja fékk 2,8 millj., Viðvíkurkirkja 850 þús., Staðarbakkakirkja 500 þús. og Þingeyraklausturskirkja 300 þúsund krónur.

Í flokki friðlýstra húsa og mannvirkja hlaut Glaumbær í Skagafirði 900 þús. og Norðurbraut á Hvammstanga 1.050 þús. í flokki annarra húsa og mannvirkja. Eftirfarandi níu friðuð hús og mannvirki á Norðurlandi vestra fengu samtals 12,1 millj.:

Gamli læknabústaðurinn á Blönduósi 1.000
Gamli spítalinn á Blönduós 650
Gamla sæluhúsið á Hveravöllum 1.400
Kúlukvíslarskáli við Kjalveg Auðkúluheiði 300

Skólahúsið á Sveinsstöðum 800
Gamla læknishúsið á Sauðárkróki 1.700
Gúttó á Sauðárkróki 3.200
Hraun á Skaga - Gamli bær 1.050
Tyrfingsstaðir Skagafirði 2.000

 

Lista yfir alla styrkhafa má finna hér.