Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Dóra Sigurðardóttir.
Listakot Dóru er rekið af listakonunni Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur. Helstu verk Dóru fela í sér landslagsmálverk, handmáluð kerti, kort, skrautskrifuð skjöl og fleira. Vinnustofan er staðsett við Vatnsdalshóla um 2 km frá þjóðveginum.
Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti.
Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550