Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsir eftir næringarfræðingi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) leitar eftir næringarfræðingi í 50% starfshlutfall. Viðkomandi mun starfa þvert á stofnun og því er hægt að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.

Næringarfræðingur HSN ber faglega ábyrgð og stuðlar að faglegri þróun og gæðum á sínu starfssviði. Hlutverk næringarfræðings er að veita faglega næringarráðgjöf til skjólstæðinga ásamt fræðslu og ráðgjöf til starfsfólks.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Heilsueflandi móttökur

  • Næringarráðgjöf

  • Ráðgjöf og stuðningur í geðheilsuteymi barna

  • Ráðgjöf vegna matseðla og til starfsfólks í faghópi eldhúsa

  • Gerð og nýting fræðsluefnis

  • Önnur verkefni á sviði næringarráðgjafa

 

Hæfniskröfur

  • MS gráða í klínískri næringarfræði

  • Reynsla í faginu er kostur

  • Farmúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og lausnarmiðun

  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt

  • Reynsla af fjarmeðferðum er kostur

  • Góð tölvukunnátta

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

  • Faglegur metnaður í starfi og rík árangursþörf

  • Ökuleyfi, hreint sakavottorð og gott orðspor

  • Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína út frá hæfniskröfum auglýsingar

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér