Úthlutun úr launasjóði sviðslistamanna og listamannalaun

Handbendi hlaut á dögunum úthlutun úr launasjóði sviðslistamanna og listamannalaun. Verkefnið sem um ræðir heitir Heimferð sem er hluti af verkefninu Moetivi Caravan, sem kannar hugmyndir um heimili og hvernig þær breytast í ljósi ósjálfráðra ferðalaga. 

Verkefnið er samstarf Handbendi, ProFIT Arts (Tékkland) og Arctic Culture Lab (Noregur/Grænland). Um er að ræða örleikhúsupplifun sem gerist í breyttum húsbíl. Verkefnið verður frumsýnt 1. júní á Hvammstanga og fer í sýningarferð 2. - 19. júní sem hluti af Listahátíð Reykjavíkur.

Heimferð er einnig fjármögnuð af EEA/Norway grants.

 

Auður Þórhallsdóttir fékk úthlutað úr launasjóði rithöfunda, 3 mánuði. Auður hefur áður gefið út bækurnar Miðbæjarrottan borgarsaga og Miðbæjarrottan - Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Við hjá SSNV óskum Handbendi og Auði innilega til hamingju og fylgjumst spennt með áframhaldinu.