Lausnamótið Hacking Norðurland fór fram dagana 15.-18. apríl þar sem unnið var með sjálfbæra nýtingu auðlinda Norðurlands út frá orku, vatni og mat.
Markmið lausnamótsins var að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum viðskiptatækifærum og verkefnum, ásamt því að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi.
Lausnamótið fór fram á netinu í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp sem þróuð er af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka var því ekki háð staðsetningu.
Tæplega 70 þátttakendur skráðu sig til leiks og sjö þátttakendur kynntu verkefni sín fyrir dómnefnd. Um helmingur þátttakenda voru af Norðurlandi og þarf af átta búsettir á Norðurlandi vestra. Alls komu um 50 manns að lausnarmótinu á einn eða annan hátt sem fyrirlesarar, mentorar eða dómarar.
Þær Guðríður Baldvinsdóttir, Salbjörg Matthíasdóttir og Berglind Ýr Ingvarsdóttir lentu í fyrsta sæti með verkefnið Grænlamb - Keldhverfskt kjöt af algrónu landi lenti í fyrsta sætið. Verkefnið snýr að verðmætasköpun sauðfjárafurða með vottun um að fé gangi á vel grónu og sjálfbæru landi. Hér má lesa nánar um verkefnið.
Upptökur af vefstofu, fyrirlestrum, kynningum og verðlaunaafhendingunni er að finna á Facebook síðum Hacking Hekla og Eims.
Hacking Norðurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Eims, Nordic Food in Tourism, SSNE, SSNV og Nýsköpun í norðri.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550