Tólf skólar kepptu til úrslita í Skólahreysti gærkveldi sem höfðu unnið sér inn keppnisrétt í gegnum eina af tíu undankeppnum vetrarins. Þar komst efsti skólinn úr hverri undankeppni áfram auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þeirra utan. Keppt var í upphífingum og dýfum í strákaflokki en armbeygjum og hreystigripi í stelpuflokki, auk hraðakeppni þar sem lið voru blönduð. Varmahlíðarskóli var annar í upphífingum og Grunnskóli Húnaþings vann báðar stelpugreinarnar í armbeygjum og hreystigripi. Norðurland vestra átti tvo fulltrúa í keppninni; Grunnskóla Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóla. Grunnskóli Húnaþings vestra lenti í 4. sæti með 48 stig og Varmahlíðarskóli lenti í 8. sæti með 36,5 stig. Frábær árangur hjá báðum liðum og óskar SSNV keppendum innilega til hamingju.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550