SSNV tekur þátt alþjóðlegu samstarfsverkefninu GLOW 2.0. Á verkefnistímanum er leitast við að byggja upp tæknilega og viðskiptalega þekkingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að nýta sér hugmyndir tengdar myrkrinu og sk. myrkurgæðum.
Þetta eru t.d. :
Verkefnið er fjármagnað að hluta til af Norðurslóðaáætlun, en það er atvinnu- og byggðaþróunarsjóður sem er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum, sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna. NPA svæðið samanstendur af norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Írlands, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.
Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, frá SSNV, sóttu verkefnafund í Narvik dagana 6. – 7. Febrúar. Fyrri dagurinn nýttist í yfirferð á stöðu verkþátta og undirbúningur fyrir komandi vinnustofur tengdar verkefninu. Seinni daginn fengu þátttakendur áhugaverðar kynningar á sveitarfélaginu Narvik, ferðaþjónustu í Norður Noregi, Norðurljósa stjörnuveri, ljósmengun, áhrif af sýndarveruleika og upplifun af stjörnuverum, fýsileikakönnun á vísindaferðaþjónustu í Norður Noregi og Myrkrarferðaþjónustu á Norðurslóðum. Hérna er hægt að nálgast kynningarnar.
Samtökin munu á næstu vikum auglýsa vinnustofur sem aðilum á Norðurlandi vestra gefst tækifæri á að taka þátt í. Vinnustofunum er ætlað að fræða um möguleika myrkursins, þróa myrkurtengda ferðaþjónustu og nýta sögur í markaðssetningu.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550