Fundur Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV sat í dag fund Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem umræðuefnið var frumvarp um Póstþjónustu. Send hafði verið inn umsögn um málið þar sem gerðar voru athugasemdir við tillögur um lækkað þjónustustig sem og heimildir ráðherra til að skerða þær enn frekar. Einnig sátu fundinn fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtakanna en samhljómur var í umsögnum þessara félaga allra. 

 

Á myndinni er Unnur ásamt Bryndísi Gunnlaugsdóttur lögfræðingi hjá Sambandinu og Sigurði Eyþórssyni framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.