Fundur um úrgangsmál

Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi hefur verið að störfum síðasta árið eða svo. Er um samstarfsverkefni SSNV og Eyþings að ræða. Starfshópurinn hefur verið að skoða stöðu og möguleika varðandi þennan mikilvæga málaflokk í landshlutanum. Þann 9. desember var haldin kynning á störfum hópsins fyrir sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra. Einar E. Einarsson annar fulltrúi Norðurlands vestra í hópnum kynnti störf hans og Magnús B. Jónsson stjórnarformaður Norðurár b/s fór yfir framtíðarplön varðandi urðunarstaðinn í Stekkjarvík.

 

Starfshópurinn hefur að mestu lokið störfum en stefnir á að halda ráðstefnu um úrgangsmál á Akureyri í byrjun árs 2020.