Fundur í útflutnings- og markaðsráði

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipaði 31 fulltrúa til setu í útflutnings- og markaðsráði til næstu fjögurra ára í febrúar sl. Megin hlutverk ráðsins er að marka, samþykkja og fylgjast með framkvæmd á langtímastefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning.

 

Ráðið fundaði í fyrsta skiptið í mars þar sem línur voru lagðar fyrir stefnumótun útflutningsgreina á Íslandi og farið yfir ferli þeirrar umfangsmiklu vinnu. Annar fundur ráðsins var svo 28. júní. Á þeim fundi var farið yfir stöðu vinnu Íslandsstofu og ráðgjafa við stefnumótunina og hún rýnd. Íslandsstofa heldur nú áfram sinni vinnu en gert er ráð fyrir að henni ljúki með haustinu.  

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV á sæti í útflutnings- og markaðsráði, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Á myndinni sést Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytja ávarp við upphaf fundarins.