Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.
31. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 7. nóvember 2022, kl. 17:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Ragnhildur Haraldsdóttir, formaður, Hildur Þóra Magnúsdóttir, formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar og Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður fagráðs menningar.
Einnig sátu fundinn Ástrós Elísdóttir og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, starfsmenn SSNV.
Formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
1. Starfsreglur úthlutunarnefndar
Farið var yfir starfsreglur nefndarinnar.
2. Úthlutunarreglur og matsblað f. 2023
Farið yfir matsblað og úthlutunarreglur f. 2023
3. Hæfi/vanhæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd
Farið yfir gögn um hæfi og vanhæfi.
4. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2023
Alls bárust 98 umsóknir um styrki þar sem beðið var um 180 milljónir króna.
Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:
Umsóknir nr. 23026, 23057 og 23096. Umsóknum vísað frá þar sem umsækjandi er ekki með lögheimili á Norðurlandi vestra, sbr. gr. 7 í úthlutunarreglum sjóðsins.
Umsókn nr. 23050 og 23051. Umsóknum vísað frá þar sem umsóknaraðilar uppfylla ekki skilyrði stofn- og rekstrarstyrkja sbr. gr. 7 í úthlutunarreglum sjóðsins.
Umsókn nr. 23009, 23059, 23084, 23086 og 23087. Umsókn vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki, sbr. greinar 10 og 11 í úthlutunarreglum sjóðsins.
Umsókn nr. 23035. Umsókn vísað frá þar sem umsókn er á ensku og stutta greinargerð á íslensku vantar, sbr. gr. 9 í úthlutunarreglum sjóðsins.
Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í viðkomandi fagráði.
Nefndin beinir því til fagráðs menningar að miða við 15 millj. kr. í stofn- og rekstrarstyrki.
5. Verkferlar við mat á umsóknum
Farið yfir verkferla fagráða við mat á umsóknum.
6. Dagsetningar næstu funda
Samþykkt að næsti fundur úthlutunarnefndar verði miðvikudaginn 30. nóvember 2022, kl. 13:00, á Teams.
7. Önnur mál
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.06.
Ástrós Elísdóttir, fundarritari
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550